Bleikur dagur - söngstund

Ritað 14.10.2016.

Gaman að sjá hvað margir voru í bleikum fötum í dag. 

Allir krakkarnir hittust á Lækjarkoti og sungu saman.

  

   

 

 

 

Bleikur dagur á föstudaginn

Ritað 12.10.2016.

Föstudaginn 14.október ætlum við að hafa bleikan dag. Gaman væri ef krakkarnir tækju þátt og koma í bleikum fötum.

Fréttir af Suðurborg

Ritað 07.10.2016.

Vetrarstarfið er að hefjast hjá okkur í Suðurborg og eru börnin byrjuð í hópastarfi á öllum deildum. Áherslan verður á mál og læsi en auk þess verða skipulagðar hreyfi- og tónlistastundir í sal leikskólans sem og myndlistastundir inn á deildum. Áætlað er að kynna starf vetrarins í lok október og verður það auglýst síðar.

Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í starfsmannamálum bæði inn á deildum og í stjórn leikskólans. Elínborg leikskólastjóri er enn í leyfi og er ekki vitað hvenær hún kemur aftur til starfa. Berglind aðstoðarleikskólastjóri sinnir stöðu leikskólastjóra þar til að hún kemur aftur til starfa. Gyða Rós Flosadóttir leysir af stöðu aðstoðarleikskólastjóra á meðan á þessu stendur.

Anna Rún hættir sem deildarstjóri á Brekkukoti og hefur tekið að sér stöðu yfirmanns sérkennslu ásamt Siggerði en leikskólinn hefur nýlega fengið úthlutað aukastöðugildi yfirmanns sérkennslu. Anna Rún mun meðal annars halda utan Mál og læsi en leikskólinn er samstarfsaðili leik- og grunnskóla í hverfinu í því verkefni undir stjórn þjónustumiðtöðvar Breiðholts. Sigríður Gyða (Sigga) tekur við stöðu deildarstjóra á Brekkukoti.

í vetur mun Susana sinna stöðu deildarstjóra á Dvergakoti og Krílakoti. Börnunum á deildunum verður blandað saman í hópastarf og samverustundir þar sem þau verkefni sem við vinnum með taka mið af þroska og aldri barnanna.

Díana mun taka við stöðu deildarstjóra á Álfakoti frá og með 1. október. Á Álfakoti og Huldukoti eru yngri börn og munu deildirnar vinna sjálfstætt í hópastarfi og samverstundum.

Nýtt starfafólk sem tók til starfa í Suðurborg nú á haustmánuðum eru:

Daði vinnur á Lækjarkoti eftir hádegi á föstudögum og kemur auk þess stundum e.h. á miðvikudögum.

Harpa Rut vinnur á Brekkukoti alla daga eftir kl. 14:00

Þóra vinnur á Brekkukoti (tekur við af Eddý sem kemur ekki aftur til starfa)

Thelma Rut verður í afleysingum hjá okkur.

Elva Björk sem sinnir sérkennslu