Sumarlokun Suðurborgar

Ritað 27.06.2016.

Sumarlokun 2016
Minnum á að leikskólinn er kominn í sumarfrí frá og með deginum í dag 27.júní til og með 1.ágúst.

Fyrsti dagur eftir sumarfrí er þriðjudagurinn 2. ágúst 2016.

 

Sumarhátíð leikskólans

Ritað 22.06.2016.

Við viljum þakka ykkur fyrir frábæran dag. Sumarhátíðin er samstarf Leikskólans Suðurborgar og Foreldrafélags Suðurborgar. Við byrjuðum daginn á sumarvali en það er hreyfivika þessa vikuna. Hoppukastalarnir komu snemma og voru allan daginn, Pollapönk kom og hélt uppi stuðinu. Einnig snæddum við saman veitingar í blíðskapar veðri.

Það eru fleiri myndir í myndaalbúminu okkar.

  

 

 

Ventus Brass kom í heimsókn og spilaði fyrir okkur

Ritað 10.06.2016.

Málmblásturskvintettinn Ventus Brass kom í heimsókn og spilaði fyrir okkur, frábær uppákoma í lok listaviku. Takk fyrir okkur.