Myndasíðan

Ritað 25.06.2018.

MYNDASÍÐAN 

Það hefur ekki verið hægt að setja inn nýjar myndir í einhvern tíma á myndasíðuna hjá okkur en hægt er að skoða myndirnar samt sem áður. Unnið verður að lagfæringu í ágúst.

Sumarhátíð

Ritað 15.06.2018.

FÖSTUDAGINN 15.JÚNÍ er sumarhátíð í leikskólanum í boðið foreldrafélags Suðurborgar.

Hoppukastalar verða í garðinum allan daginn.

Kl. 10.00 mun leikfélagið Vinir sýna leikritið Karíus og Baktus

Kl. 14.00 mun blaðrarinn koma og færa öllum börnunum sumargjöf og eru allir foreldrar velkomnir að koma þá og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Kaffiveitingar verða í boði leikskólans.

Vonumst til að sjá sem flesta 

Sveitaferð í Miðdal í Kjós

Ritað 07.05.2018.

Fimmtudaginn 17.maí er sveitaferð í leikskólanum á vegum foreldrafélags Suðurborgar.

Lagt verður af stað klukkan 8.30 og áætlað er að koma heim um klukkan 13.00.

Nánari upplýsingar koma koma fram í tölvupósti sem sendur hefur verið á foreldra.

Skráningablað hangir upp á deildum. Hvetjum alla foreldra til að taka þátt í deginum með okkur.

hestar