Aðalfundur foreldrafélagsins 1.nóvember kl.20:00

Ritað 30.10.2017.

Í vetur munum við í leikskólanum vinna með bókina Lubbi finnur málbein. Höfundar bókarinnar, Þóra Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir, eru talmeinafræðingar og hafa áralanga reynslu af talþjálfun barna. 

Þóra kemur til okkar og verður með stutta kynningu fyrir foreldra á þessu flotta og fræðandi efni.  Við hvetjum foreldra eindregið til að mæta á fundinn, kynnast starfi foreldrafélagsins og fræðast um Lubba.

Fundurinn verður haldin í sal leikskólans miðvikudaginn 1. nóvember kl 20:00.

Hökkum til að sjá ykkur!


Alþjóðlegi bangsadagurinn á föstudaginn

Ritað 24.10.2017.

 

Á föstudaginn 27. október ætlum við að halda alþjóðlegan bangsadag hátíðlegan og því er leyfilegt að koma með bangsa í leikskólann. Endilega munið að merkja bangsann.

 

Tengd mynd

 

 

 

 

 

Bleika slaufan bleikur dagur í leikskólanum

Ritað 10.10.2017.

Föstudaginn 13. október tökum við þátt í bleikum október. Við ætlum öll að vera í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt á okkur.  Með þessu viljum við leggja verkefninu Bleikur október lið.

 

Myndaniðurstaða fyrir bleika slaufan bleikur dagur í leikskólanum