Sumarleyfi

Ritað 08.02.2008.

Til foreldra og forráðamanna

Nú hefur komið í ljós að leikskólinn verður lokaður vikurnar 28. júlí til og með 11. ágúst. Hjá leikskólum Reykjavíkur gilda þær reglur að foreldrum ber að taka fjögurra vikna samfellt sumarleyfi fyrir börn sín. Foreldrar hafa fengið bréf heim þar sem þeir erum beðnir um að skrá fjögurra vikna sumarleyfi barna sinna fyrir 15. febrúar næstkomandi.

Kveðja 
Leikskólastjóri

Sumarleyfislokun

Ritað 30.01.2008.

Kæru foreldrar/forráðamenn

Við viljum minna ykkur á að skrá sumarleyfisóskir á viðeigandi blöð sem hanga uppi á hverri deild fyrir 1. febrúar. Blöðin verða þá tekin niður og tveggja vikna sumarleyfislokun ákveðin.

Kveðja
Leikskólastjóri
                                 

Koffortið

Ritað 23.01.2008.

 

Koffortið sem er inn í fataklefum deildanna er farandbókasafn á vegum barnadeilda Borgarbókasafnsins í samvinnu við leikskólann. Markmiðið er að vekja athygli foreldra á bókum og gildi bóklesturs með börnum. Við á Suðurborg leggjum mikla áherslu á markvissa málörvun.
 
Lestur fyrir börn
*
 
eflir orðaforða
* eykur orðaforða
* örvar ímyndunaraflið
* vekur forvitni
* eykur lestraráhuga
* er fræðandi
* eykur einbeitingu

Við vonum að foreldrar taki vel á móti koffortinu og nýti það vel. 

Bestu kveðjur, starfsfólk Suðurborgar