Jólafréttír

Ritað 21.11.2007.

 

Jólafréttir desember 2007

 

Kæru foreldrar/forráðamenn

Nú fer að íða að jólum og margt að gerast í jólaundirbúningi heimilanna. Því höfum við hér í leikskólanum ákveðið að hafa desembermánuð tíma ró o friðar og njóta þess sem fylgir jólamánuðinum. Við munum fræða börnin um tilkomu jólanna, fæðingu frelsarans og af hverju jólin eru haldin í kristnu samfélagi. Öll fræðsla fer að sjálfsögðu eftir þroska og aldri barnanna. Jólasöngvar verða sungnir allan desember.

 

Í dagatali heimasíðunnar er að finna ýmsa viðburði sem tengjast jólunum og undirbúningi þeirra. Þar er nánari upplýsingar um hvern viðburð fyrir sig en viðburðir verða eins og hér segir:


 

28. nóvember               Foreldrum boðið í jólaföndur

3. desember                 Jólasýning í sal - Jólin hennar Jóru

6. desember                 Ferð í Heiðmörk (2003 árgangur) að ná í jólatré

9. desember                 Jólaball á vegum foreldrafélagsins í Hólabrekkuskóla

12. desember               Litlu jólin í leikskólanum og aðventukaffi fyrir foreldra

13. desember               Jólaferð elstu barna í Árbæjarsafn

14. desember               Kirkjuferð í Fella- og Hólakirkju


 

Ágætu foreldrar okkur langar að biðja ykkur að vera samtaka leikskólanum að halda þeirra hefð að fyrsti jólasveininn, hann Stekkjastaur kemur ekki í bæinn fyrr en aðfaranótt 12. desember. Það veldur oft leiðindum ef sum börn fá fyrr í skóinn en önnur. Auk þess er sagan um jólasveinana þrettán íslensk þjóðsaga.

Foreldraviðtöl

Ritað 06.11.2007.

Vikurnar 5. - 17. nóvember verður foreldrum/forráðamönnuð boðið upp á viðtal við deildarstjóra. Nánari upplýsingar um tímasetningar hanga uppi á hverri deild.

Kynning á starfi leikskólans í næstu viku

Ritað 18.10.2007.

 

Kynning á leikskólastarfi

 

Miðvikudag og fimmtudag í næstu viku verður kynning á starfinu hér í leikskólanum. Að þessu sinn verður kynningin haldin að morgni til í stað kvöldfundar.  Við ætlum að bjóða foreldrum að koma kl 8.15 og er áætlað að kynningin verði í ca. 45. mínútur.

 

Kynningar verða eins hér segir:

 

Miðvikudaginn 24. október kynning á starfi eldri deilda

Fimmtudaginn 25.október kynning á starfi yngra deilda

 

 

Með þessu vonum við að sjá sem flesta foreldra

 

Leikskólastjóri