Fréttabréf haust 2009

Ritað 15.09.2009.

Fréttabréf haust 2009

·         Nú þegar nýtt vetrarstarf fer af stað viljum við bjóða ný börn og foreldra þeirra velkomin í leikskólann og vonum að öllum eigi eftir að líða vel hjá okkur.

Allt starf mun fara af stað um miðjan september og verður þema vetrarins ,,Leikur og vinátta“.

 

·         Smiðjan verður á sínu stað en þar tekur Regína á móti börnunum í hópum með tónlist og hreyfingu. Á meðan einn hópur er í tónlist og hreyfingu í sal eru hin börnin í myndlist inni á deildum. Hver deild á einn dag í smiðju og skiptingin eins og hér segir:

 

Brekkukot......................................Mánudögum

Lækjarkot.......................................Þriðjudögum

Krílakot/Dvergakot........................Miðvikudögum

Álfakot/Huldukot..........................Fimmtudögum

Hólakot..........................................Föstudögum

 

 

·         Ýmsar breytingar hafa verið í starfsmannahópnum en þrír starfsmenn fóru í fæðingarorlof í júlí og ágúst. Það voru þær Kolbrún á Hólakoti, Rósa á Huldukoti og Kolbrún(Kolla) deildarstjóri á Álfakoti og koma þær aftur að ári liðnu.

Ella sem áður var deildarstjóri á Huldukoti hefur fært sig um set og er nú deildarstjóri                     á Álfakoti. Í hennar stað kemur Gyða Rós en hún er leikskólakennari og er að koma aftur til okkar eftir 2 ára hlé. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Arndís Eva sem áður var á Lækjarkoti hefur nú fært sig á Hólakot. Vlora sem áður var á Huldukoti hefur fært sig á Krílakot og Bára sem áður var í afleysingum starfar núna á Huldukoti.

 

 

·         Breytingar hafa einnig orðið á afmælisveislum barnanna en í stað þess að bjóða upp á köku í hverju afmæli fyrir sig ætlum við að bjóða upp á afmælisköku einu sinni í mánuði. Öll börn á deildinni sem eiga afmæli í viðkomandi mánuði taka þátt í að bjóða hinum börnunum í kökuveislu.

Þann dag sem börnin eiga afmæli munu þau samt eftir sem áður vera í aðalhlutverki og fá þau skreytta kórónu og skikkju.

 

·         Sú breyting hefur orðið á að nú þurfa foreldrar barna með bleiur að koma með svampa eða blautþurrkur með bleiupakkanum á viðkomandi deild.

 

 

 

·         Námskeiðsdagur starfsmanna verður þann 21. október en þá verður leikskólinn lokaður. Þennan dag mun starfsfólk að fá námskeið um slys á börnum, hvernig á að bregðast við og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þau. Herdís Stargard mun sjá um námskeiðið.

 

·         Frá og með 1. október verður leikskólanum lokað kl. 17.00 á daginn.

 

 

Skipulagsdagur 2. september

Ritað 20.08.2009.

Leikskólinn verður lokaður vegna skipulagsdags miðvikudaginn 2. september.

 

It will be closed on Wednesday the 2nd of September because we will use this day to organize and have a course.

Sumarhátíð 4. júní

Ritað 02.06.2009.

Fimmtudaginn 4. júní verður sumarhátíð Suðurborgar, Hraunborgar og Hólaborgar.

Skrúðganga fer frá Gerðubergi kl. 13:30 og gengið verður stuttan spöl og stoppað á Hraunborg þar sem Brúðubíllinn kemur og skemmtir börnunum. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir.

Foreldrum og börnum er svo boðið í kaffi upp á Suðurborg eftir Brúðubílinn.

Með von um góða þátttöku. Kær kveðja, starfsfólk og foreldrafélag Suðurborgar.