Í janúar 2010 byrjum við á því að innleiða hluta 2 í PBS verkefninu okkar. Við munum að sjálfsögðu líka halda áfram að vinna með hluta 1 eins og undanfarna mánuði. Í hluta 2 munum við vinna með tilfinningafærni, vinafærni, reiðistjórnun og lausnamiðaða leikni. Í janúar byrjum við á tilfinningunum, við kennum börnunum að gera sér grein fyrir eigin tilfinningum og annarra og að tjá tilfinningar. Við tökum fyrir 6 tilfinningar þ.e. glaður, leiður, reiður, hræddur, hissa og áhyggjufullur. Í febrúar byrjum við á vinafærninni og í mars byrjum við svo að kenna reiðistjórnun og lausnamiðaða leikni. Samhliða hverri innleiðingu verðum við alltaf að vinna með það sem áður er búið að innleiða. Markmið okkar er að skapa jákvæða hegðun og færni í mannlegum samskiptum.
Hér á eftir er hægt að sjá þær kennsluáætlarnir sem við vinnum með í öðrum hluta.