Góðan dag
Samkvæmt plani átti að vera skipulagsdagur hjá okkur þann 20. mars næstkomandi og svo tveir hálfir dagar í apríl og júní. Í ljósi þess að verkfallið tók þetta langan tíma þá ætlum við að fella niður skipulagsdaginn í mars og hafa frekar heilan dag í apríl og júní. Við vonum að þetta komi sér vel fyrir ykkur og að allir séu sáttir við þessa breytingu.
Skipulagsdagar verða því eins og hér segir
22. apríl 2020 – heill dagur
12.júní 2020 – heill dagur
Kveðja Berglind og Anna Rún