Foreldrafélag Suðurborgar var stofnar árið 1991 og er foreldrum frjálst að velja hvort þeir ganga í það eða ekki. Í stjórn foreldrafélagsins eiga að vera 7 fullrúar foreldra og tveir tengiliðir leikskólans. Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn einu sinni á ári þar sem lagðir eru fram ársreikningar og fram fer kosning á nýjum meðlimum í stjórn. Markmið foreldrafélagsins er að foreldrar og starfsfólk stefni að því sameiginlega markmiði að velferð barnanna sé höfð í öndvegi. Hér er átt við að allir hafi vakandi auga með því að öll starfsemi leikskólans miðist við að barnið njóti sín sem einstaklingur og að umhverfið gefi barninu tækifæri til að læra gegnum leik. Einnig er félagið þrýstihópur gagnvart borginni ef þörf er á úrbótum á t.d. húsnæði eða leikskólalóð. Foreldrafélagið, í samstarfi við leikskólann, stendur fyrir mörgum skemmtilegum uppákomum svo sem opnu húsi á vorin, sumarhátíð, sveitaferð, jólaballi, leiksýningu og fleiru.
Elín Sigrún Espiritu (barn á Dvergakoti)
Ewelina Kacprzycka (barn á Hólakot)
Gunnar Þór Pálsson (barn á Brekkukoti)
Hlöðver Bernharður Jökulsson (barn á Lækjarkoti)
Tengiliður leikskólans við foreldrafélagið og situr alla fundi er Regína Laufdal Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri á Lækjarkoti. Einnig situr Hanna Rún Ingólfsdóttir, deildarstjóri á Dvergakoti fundi foreldrafélagsins.
Stefna okkar er að hafa hollan, góðan og fjölbreyttan heimilismat í samræmi við ráðleggingar manneldisráðs um mataræði og næringarefni. Okkur til stuðnings notum við handbók leikskólaeldhúsa, gefið út af lýðheilsustöð ári 2005. Markmið okkar er að hafa ávexti og grænmeti daglega og sætindi og unnar vörur í lágmarki. Boðið er upp á vatn með mat og milli mála. Mjólkin fylgir síðan siðdegishressingu. Matseðill kemur út einu sinni í mánuði og hangir hann uppi á hverri deild ásamt upplýsingar um morgunmat og síðdegishressingu.
Skoða matseðil vikunnarSylwia er aðstoðarmaður í eldhúsi hún er í 60% vinnu.
Á Huldukoti eru 11 börn samtímis á aldrinum 1-3 ára.
Í síðustu viku var piparkökubakstur inni á deildum og höfðu bæði börnin og starfsfólk mjög gaman af. Í gær var svo jólaföndur með foreldrum þar sem piparkökurnar voru skreyttar ásamt öðru skemmtilegu föndri. Hópastarf í hefðbundnum skilningi leggst af í desember og verður áherslan lögð á notalegar stundir og jólaföndur ásamt nokkrum hefðbundnum viðburðum sem eru alltaf á dagskrá i desember. Þessir viðburðir eru m.a. jólaleikrit, kirkjuferð barna á eldri deildum, jólaball og aðventukaffi með foreldrum.
Nú er í vinnslu kynningarmyndband þar sem starfsemi leikskólans er sýnd á skemmtilegan hátt. Enn á eftir að taka nokkrar myndir til þess að klára myndbandið en við vonumst til að það verði tilbúið í lok desember eða byrjun janúar.
Eins og þið hafið eflaust tekið eftir að þá er Suðurborg hnetulaus leikskóli (komnar myndir upp á veggi á öllum deildum) og viljum við biðja ykkur foreldrar um að virða það þar sem að það er mikið bráðaofnæmisbarn innan leikskólans hjá okkur.
Suðurhólar 19, 111 Reykjavík
411-3220
sudurborg@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning