PBS hugmyndafræðin

Árið 2007 hóf starfsfólk Suðurborgar að innleiða PBS sem stendur fyrir Positive Behavior Supports eða Stuðningur við jákvæða hegðun. PBS er árangursrík aðferð til að stýra hegðun barnanna á jákvæðan hátt. Innlögnin skiptist í þrjá hluta og höfum við nú innleitt tvo af þremur. Þriðji hlutinn verður innleiddur eftir áramót.

Fyrsti hlutinn byggist á því að setja einfaldar og skýrar reglur sem börnunum er síðar kennt á skemmtilega hátt í gegnum starfið. Jákvæð hegðun er síðan viðhaldið með reglulegum æfingum, hvatningu og hrósi.

Í öðrum hluta leggjum við áherslu á félags- og tilfinningafærni. Þar vinnum við með tilfinningafærni, vinafærni, reiðistjórnun og lausnamiðaða leikni. Við kennum börnunum að gera sér grein fyrir eigin tilfinningum og annarra og að tjá tilfinningar. Við tökum fyrir 6 tilfinningar þ.e. glaður, leiður, reiður, hræddur, hissa og áhyggjufullur. Við kennum börnunum að leysa ágreining með því að leita lausna á vandamálinu á myndrænan hátt. Einnig kennum við börnunum hvernig best er að bregðast við þegar þau verða reið og notum við til söguna um Skjaldbökuna. Samhliða hverri innleiðingu verðum við alltaf að vinna með það sem áður er búið að innleiða. Markmið okkar er að skapa jákvæða hegðun og færni í mannlegum samskiptum.

Í þriðja hlutanum er lögð áhersla á einstaklingsmiðuð úrræði fyrir þau börn ekki ná að tileinka sér þær aðferðir sem kenndar eru í fyrsta og öðrum hluta. Til þess að aðstoða þessi börn hefur verið skipað teymi innan leikskólans til þess að skoða hvert tilfelli fyrir sig og finna leiðir til úrbóta.

Öll vinna er í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts og eru Elísa Guðnadóttir sálfræðingur og Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur okkar handleiðarar.


Einkunnarorð og reglufylki

Mikil undirbúningsvinna átti sér stað áður en að innleiðing á fyrsta hluta PBS hófst. Í eitt ár vann starfsfólk leikskólans ásamt handleiðurum að því að meta starf leikskólans, skipta leikskólanum upp í svæði og setja sér einkunnarorð sem reglufylkið var síðar unnið út frá. Einkunnarorð leikskólans hanga upp í fataklefa á hverri deild auk þess sem þau koma fram í einkennismerki leikskólans.

Einkunnarorð

Ábyrgð

Að hver og einn læri að taka ábyrgð á sér og fylgireglum.
T.d. passi að hafa hendur og fætur á réttum stöðum, gangi frá eftirsig o.fl.

Umhyggja

Að allirséu vinir og sé umhugað um líðan og tilfinningar annarra.
Hver og einn fái þá umhyggju sem hann þarfnast.

Öryggi

Að börn og foreldrarfinnitil öryggis.
Hafa umhverfið eins öruggt og frekast er unnt.
Að barnið meiði hvorkisig né annað barn.


Reglufylki – samantekt - Deildin

Samvera
   
Hafa hendur og fætur hjá sér   öryggi
Sitja kyrr   ábyrgð
Hlusta á þann sem talar   umhyggja
Hvíld
   
Hafa hendur og fætur hjá sér   öryggi
Liggja kyrr á dýnu   ábyrgð
Hafa hljótt   umhyggja
Matarborð
   
Hafa hendur og fætur hjá sér   öryggi
Snúa fram   ábyrgð
Smakka á öllu   ábyrgð
Hjálpa sér   ábyrgð
Salerni
   
Pissa í klósett   ábyrgð
Sturta niður   ábyrgð
Þvo hendur   ábyrgð
Hengja upp handklæðið   ábyrgð
Fara beint aftur á sitt svæði   ábyrgð
Fara úr óhreinum fötum   ábyrgð
Leyfa öðrum að hafa næði á klósettinu   umhyggja
Leiksvæði
   
Vera á sínu leiksvæði   öryggi
Fá leyfi til að skipta um leiksvæði   ábyrgð
Fara vel með dótið   ábyrgð
Nota inniröddina   umhyggja
Hópastund
   
Hafa hendur og fætur hjá sér   öryggi
Fylgja eftir fyrirmælum   ábyrgð
Hlusta á þann sem talar   umhyggja
Nota inniröddina   umhyggja

Reglufylki – samantekt - Sameiginleg svæði

Salurinn
   
Horfa fram fyrir sig þegar við hlaupum   öryggi
Ganga frá eftir sig   ábyrgð
Nota inniröddina   umhyggja
Vera mjúkhentur   umhyggja
Fataklefinn
   
Hafa hendur og fætur hjá sér   öryggi
Halda fótum á gólfinu   öryggi
Hjálpa sér sjálfur   ábyrgð
Ganga frá útifötunum sínum   ábyrgð
Biðja um aðstoð   ábyrgð
Nota inniröddina   umhyggja
Öll almenn svæði (miðrými)
   
Ganga inni   öryggi
Hafa hendur og fætur hjá sér   ábyrgð
Nota inniröddina   umhyggja
Vera mjúkhentur   umhyggja
Sérstakir atburðir og samkomur
   
Vera í vestum (vettvangsferðir)   öryggi
Vera í röð og leiðast (vettvangsferðir)   öryggi
Hafa hendur og fætur hjá sér   öryggi
Sitja á rassinum (leiksýningar)   ábyrgð
Vera hljóður   ábyrgð
Snúa fram   ábyrgð
Hlusta á þann sem talar   umhyggja

Útisvæði

Ákveðið var að hólfa garðinn niður í fjögur svæði. Hver deild ber þá ábyrgð á sínu svæði með því að hafa alltaf 1 starfsmann fastan á því svæði.

Skipting svæða
  
Svæði 1   Hólakotslóð
Svæði 2   Litli sandkassi á milli Hólakots og Suðurborgar
Svæði 3   Stétt fyrir framan Lækjarkot/Álfakot og niður að girðingu (Kastali, stóri sandkassi, klifurgrind)
Svæði 4   Stétt fyrir framan Brekkukot/Dvergakot og við hliðin á, hliðið, rólurnar og vegasalt.
Skipting deilda á svæði:
  
Eldri    
Svæði 1   Hólakot
Svæði 2 og 3   Lækjarkot
Svæði 4   Brekkukot
Yngri    
Svæði 1   Álfakot
Svæði 2   Huldukot
Svæði 3   Krílakot
Svæði 4   Dvergakot

Reglurnar fyrir útisvæði verða sem hér segir:

Almennt

Öryggi
 • Horfa fram fyrir sig
 • Hjóla á stétt og göngustígum
 • Hafa hendur og fætur hjá sér
Ábyrgð
 • Taka saman
 • Fara vel með leiktæki og dót
 • Fá leyfi til að fara inn
 • Fara í röð þegar kallað er
Umhyggja
 • Vera á leiksvæðinu
 • Hjálpa öðrum
 • Leyfa öllum að vera með

Sérstakar reglur í leiktækjum

Húsin:
 • Þau börn sem komast upp á sjálf, mega klifra
 • Þurfa að komast sjálf niður aftur
 • Bara 2 upp á húsinu í einu
Kastali
 • Klifra á viðeigandi stöðum upp í kastalann
 • Renna sér niður rennibrautina með fætur á undan
 • Færa sig strax frá þegar búið er að renna sér niður
 • Undantekning á reglu; ef það er ,, halarófuleikur" í gangi í rennubrautinni - starfsmaður á svæði metur aðstæður
Rólur
 • Róla fram og til baka, standandi eða sitjandi
Vegasalt
 • Sitja á vegasaltinu og snúa fram
 • Undantekning á reglu; Starfsmaður á svæðinu þarf að ákveða/meta á grundvelli öryggis, hverju sinni, hvort má standa í miðjunni.
Snjóþotur/rassaþotur
 • Renna niður Hólakots- hól með fætur á undan
 • Labba til baka upp göngustigi eða til hliðar við ,,brautina"
Hjól
 • Hjóla á stétt eða göngustígum
Snúningstæki/hringekja
 • 4 börn í einu, að snúa sér