Leikskólastarf

Hér til hliðar má sjá ýmislegt er kemur að leikskólastarfi


Dagskipulag yngri deildar

7:30 Leikskólinn opnar
7:30-8:30 Rólegir leikir
8:30- 9:00 Morgunmatur
9:00-9:15 Morgunstund
9:15-10:00 Hópastund
10:15-11:15 Útivera
11:15-11:30 Söngstund
11:30-12:00 Hádegismatur
12:00-13:00 Hvíld
13:00-14:45 Róleg stund/útivera
14:45-15:15 Síðdegishressing
15:15-15:30 Sögustund
15:30-16:30 Frjáls leikur
16:30-17:00 Sameinast í sal
17:00 Leikskólinn lokar

Dagskipulag eldri deildar

7:30 Leikskólinn opnar
7:30-8:30 Rólegir leikir
8:30- 9:00 Morgunmatur
9:00-9:15 Morgunstund
9:15-10:15 Hópastund
10:15-11:30 Val/frjáls leikur/útivera
11:45-12:00 Samverustund
12:00-12:30 Hádegismatur
12:30-13:00 Hvíld
13:00-14:45 Útivera/frjáls leikur
14:45-15:15 Síðdegishressing
15:15-15:30 Samverustund
15:30-16:30 Val/frjáls leikur
16:30-17.00 Sameinast í sal
17:00 Leikskólinn lokar


Hópastarf

Leikskólinn leggur mikla áherslu á hópastund. Í hópastundinni er börnunum á hverri deild skipt niður í 4-10 barna hópa. Hópastund fer fram fjórum sinnum í viku, ýmist inni á deild, úti eða í vettvangsferðum. Þar er unnið í könnunarleik, málþroskaverkefnum, fræðslu og fínhreyfiverkefnum og þema vetrarins út frá könnunaraðferðinni. Sem dæmi um þema má nefna ,,þjóðirnar okkar", ,,náttúran og íslensku dýrin" og ,,ævintýri". Sami starfsmaðurinn sinnir sama hópnum allan veturinn til að fá ákveðna samfellu í starfið og að börnin njóti öryggis. Börn sem eru saman í hóp, læra að þekkja hvert annað og að treysta hvert öðru sem er grundvöllur að góðu samstarfi og vináttu. Einnig skipuleggur hver deild fyrir sig ákveðnar ferðir s.s ferð á bókasafnið, gönguferðir í nánasta umhverfi og ferðir á listsýningar og tónlistarviðburði.


Könnunarleikurinn-Yngstu börnin

Könnunnarleikurinn fer fram í lokuðu herbergi þar sem börnin eru í 3-4 barna hóp ásamt einum starfsmanni. Börnin fá ýmiskonar leikefni og er ætlunin að börnin kanni það og mismunandi möguleika þess. Hlutirnir sem börnin fá í leiknum eru ekki venjuleg plastleikföng úr búð heldur eru þetta alls konar hversdagslegir hlutir svo sem stórar dósir, tréklemmur, keðjur, gamlir lyklar og gardínuhringir. Hlutverk starfsmanns í leik barnanna er að fylgjast með án afskipta en grípa inní ef þörf krefur. Í lok leiksins læra börnin ýmis hugtök þar sem þau aðstoða starfsmanninn við að taka saman. Starfsmaður leiðir börnin áfram með stuttum og skýrum setningum eins og "komdu með stóru dósina" og "líttu fyrir aftan þig" og svo framvegis.