Leikskólastarf

Könnunarleikurinn-Yngstu börnin

Könnunnarleikurinn fer fram í lokuðu herbergi þar sem börnin eru í 3-4 barna hóp ásamt einum starfsmanni. Börnin fá ýmiskonar leikefni og er ætlunin að börnin kanni það og mismunandi möguleika þess. Hlutirnir sem börnin fá í leiknum eru ekki venjuleg plastleikföng úr búð heldur eru þetta alls konar hversdagslegir hlutir svo sem stórar dósir, tréklemmur, keðjur, gamlir lyklar og gardínuhringir. Hlutverk starfsmanns í leik barnanna er að fylgjast með án afskipta en grípa inní ef þörf krefur. Í lok leiksins læra börnin ýmis hugtök þar sem þau aðstoða starfsmanninn við að taka saman. Starfsmaður leiðir börnin áfram með stuttum og skýrum setningum eins og "komdu með stóru dósina" og "líttu fyrir aftan þig" og svo framvegis.