Hagnýtar upplýsingar

Sumarfrí

Á vef Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur eru almennar upplýsingar um sumarfrí barna.

Foreldrum leikskólabarna ber að taka sumarfrí í 4 vikur fyrir börn sín og eru leikskólagjöld því greidd í 11 mánuði á ári. Þær fjórar vikur sem barnið er í fríi falla niður leikskólagjöld. 

Um börn sem flytjast frá dagforeldri/einkareknum leikskóla yfir til leikskóla  eftir 1. maí gilda sömu reglur - þeim ber að taka fjögurra vikna samfellt sumarfrí. Börn sem byrja í leikskóla eftir 1. maí og hafa ekki verið í vistun annars staðar hafa val um hvort þau taki sumarfrí. Börn sem byrja fyrir 1. maí taka 4 vikur í sumarfrí.