Hagnýtar upplýsingar

Vistunartími barna

Þegar barn byrjar í leikskólanum skrifa foreldrar undir dvalarsamning þar sem fram kemur viðverutími barnsins og er mikilvægt að sá tími sé virtur. Þurfi foreldrar að fá breytingar á viðverutíma barns síns ber þeim að hafa samband við leikskólastjóra og sækja um breytingu. Sækja þarf um breytingar um mánaðamót og taka þær gildi mánuði síðar.