Hagnýtar upplýsingar

Slys á börnum

Ef slys ber að höndum ber að tilkynna það foreldrum símleiðis og er ákvörðun tekin í samráði við foreldra um hvað gera skuli. Ef um alvarlegt slys er að ræða er hringt á sjúkrabíl. Öll slys sem verða í leikskólanum eru skráð á þar til gert eyðublað. Brunavarnir. Í leikskólanum er brunaviðvörunarkerfi tengt stjórnstöð Securitas. Ef upp kemur eldur í leikskólanum fer í gang ákveðið ferli þar sem hver starfsmaður hefur sitt hlutverk. Brunaæfingar eru haldnar í leikskólanum ár hvert.