Hagnýtar upplýsingar

Veikindi barna

Vinsamlegast tilkynnið ef barnið er veikt eða fjarverandi. Eftir veikindi er æskilegt að börn dvelji heima 1-2 sólahringa hitalaus. Veik börn eiga ekki að dvelja í leikskóla. Börnin geta verið inni 1-2 daga eftir veikindi. Ekki er æskilegt að börn séu inni í útveru til að fyrirbyggja veikindi nema í undantekningatilfellum. Ef barn er fjarverandi vegna veikinda í 4 vikur samfellt eða meira er heimilt að gefa eftir helming dvalargjalds gegn læknisvottorði.