Hagnýtar upplýsingar

Leikskólataskan

Nauðsynlegt er að hafa aukaföt með barninu og þannig fatnað að þau geti verið úti hvernig sem viðrar. Föt barnanna sem og skór þurfa að vera vel merkt. Vinsamlegast verið ekki með of mikið af skóm eða fatnaði sem börnin mega ekki nota í leikskólanum.

Leikskólinn hefur nú tekið upp svokallað ,,kassafyrirkomulag" en í hverjum fataklefa er plastkassi merktur með nafni barnsins. Í honum á að geyma þau aukaföt sem nauðsynlegt er að barnið hafi með í leikskólanum. Ekki er þörf á því að tæma þennan kassa um helgar en foreldrar verða að fara í gegnum kassana reglulega og fylla á það sem vantar. Á hverjum kassa er listi yfir það sem á að vera í honum.

Útifötin sem barnið er með í leikskólanum skal koma með í leikskólann á mánudegi og tæma skal hólfin á föstudegi. A.t.h. ekki er ætlast til að barnið sé með töskur í hólfunum þar sem þær taka of mikið pláss. Það þarf einnig að tæma snagana fyrir pollafötin og stígvélahillurnar á föstudegi.

Það sem er æskilegt að hafa í leikskólatöskunni:

  • Auka nærföt, sokkabuxur, buxur og peysu
  • Hlýjan útifatnað svo sem ullarsokka, vettlinga, húfu, hlýja peysu, útigalla og pollagalla.
  • Stígvél, kuldaskó, létta skó að sumri.
  • Vinsamlegast verið ekki með fleiri en tvenn pör af skóm í leikskólanum í einu vegna plássleysis
  • Foreldrar eru svo vinsamlegast beðnir um að fylgjast með að útifötin séu hrein.
  • Vinsamlega tæmið hólfin á föstudögum.

Munið að hafa föt og skó barnanna vel merkt.