Hagnýtar upplýsingar

Afmæli og afmælisboð

Þegar börn eiga afmæli þá fá þau að vera í aðalhlutverki þann dag. Þau fá að vera ,,þjónar" þ.e. leggja á borð og bjóða til borðs. Barnið fær afmæliskórónu og skikkju til að hafa þennan dag og má koma með niðurskorna ávexti með sér í leikskólann. 

Leikskólinn hefur sett þá reglu að þegar boðið er til veislu með boðskortum sem sett eru í hólf skulu eftirfarandi reglur gilda:

  1. Það er gert með vitund starfsfólks á deild
  2. Öllum árganginum er boðið eða
  3. Öllum stelpunum er boðið eða
  4. Öllum strákunum er boðið eða
  5. Öllum á deildinni er boðið.

Þetta kemur í veg fyrir mismunun og að börn upplifi höfnun. Ef foreldrar vilja einungis bjóða útvöldum í afmæli eru þeir beðnir um að gera það símleiðis til viðkomandi foreldra.