Hagnýtar upplýsingar

Velkomin í leikskólann

Þegar barn byrjar í leikskólanum eru foreldrar boðaðir í viðtal við deildarstjóra þar sem starfsemi leikskólans er kynnt. Gerður er dvalarsamningur þar sem foreldrar ákveða hversu lengi barnið dvelur í leikskólanum dag hvern. Einnig er farið yfir aðlögunaráætlun og þær reglur sem ríkja í leikskólanum. Öll börn sem byrja í leikskólanum fá möppu með upplýsingum um leikskólann, Leikskólasvið Reykjavíkurborgar, þjónustumiðtöð Breiðholts og hlutverk foreldrafélagsins. Foreldraviðtöl eru tvisvar sinnum á ári þar sem foreldrar fá upplýsingar um þroska barnsins og líðan þess í leikskólanum. Einnig fá foreldrar ýmsar upplýsingar frá starfsmönnum í daglegum samskiptum, á upplýsingatöflum og á auglýsingum sem hanga uppi á deildum. Deildarstjórar senda líka tölvupóst reglulega með upplýsingum um það hvað við erum að gera.