Eldhús

Stefna okkar er að hafa hollan, góðan og fjölbreyttan heimilismat í samræmi við ráðleggingar manneldisráðs um mataræði og næringarefni. Okkur til stuðnings notum við handbók leikskólaeldhúsa, gefið út af lýðheilsustöð ári 2005. Markmið okkar er að hafa ávexti og grænmeti daglega og sætindi og unnar vörur í lágmarki. Boðið er upp á vatn með mat og milli mála. Mjólkin fylgir síðan siðdegishressingu. Matseðill kemur út einu sinni í mánuði og hangir hann uppi á hverri deild ásamt upplýsingar um morgunmat og síðdegishressingu.