Fréttir frá foreldrafélaginu nóvember 2013

Ritað 07.11.2013.

Á aðalfundi í haust var kosin ný stjórn. Samþykkt var að hækka gjaldið í félagið úr 2500 krónum í 3500 krónur auk seðilsgjalds sem greiðist 2 sinnum á ári. Ný stjórn hefur tekið ákvörðun um að halda ekki jólaball utan leikskólans í ár. Ákveðið hefur verið að kaupa jólaleikrit í desember fyrir börnin á leikskólanum.

Aðalfundur Foreldrafélags Suðurborgar

Ritað 22.09.2008.

Aðalfundur Foreldrafélags Suðurborgar verður haldinn miðvikudaginn 24. september kl:20:00.  

Við fáum til okkar Margréti Birnu Þórarinsdóttur sálfræðing frá Þjónustumiðstöð Breiðholts til að kynna PBS, eða stuðning við jákvæða hegðum.

 

Dagskrá

 

1.             Skýrsla stjórnar

2.             Reikningar lagðir fram og til samþykktar.

3.             Tillaga um hækkun félagsgjalda.

4.             Lagabreytingar

5.             Kostning stjórnar

6.             Önnur mál

 

Fréttir frá Foreldrafélagi Suðurborgar

Ritað 01.04.2008.

Foreldrafélagið, í samstarfi við leikskólann, stendur fyrir mörgum skemmtilegum uppákomum fyrir börnin svo sem sveitaferð, jólaball, leiksýningar, hoppukastalar, útskriftarferð og margt fleira. Nú hefur foreldrafélagið sent foreldrum barna sem ekki hafa greitt fyrir haust- og vorönn ítrekun. Við viljum biðja foreldra að greiða sem því annars þurfa foreldrar að greiða fyrir hverja uppákomu.

Kveðja, Foreldrafélagið