Foreldrafélag

Foreldrafélag Suðurborgar var stofnar árið 1991 og er foreldrum frjálst að velja hvort þeir ganga í það eða ekki. Í stjórn foreldrafélagsins eiga að vera 7 fullrúar foreldra og tveir tengiliðir leikskólans. Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn einu sinni á ári þar sem lagðir eru fram ársreikningar og fram fer kosning á nýjum meðlimum í stjórn. Markmið foreldrafélagsins er að foreldrar og starfsfólk stefni að því sameiginlega markmiði að velferð barnanna sé höfð í öndvegi. Hér er átt við að allir hafi vakandi auga með því að öll starfsemi leikskólans miðist við að barnið njóti sín sem einstaklingur og að umhverfið gefi barninu tækifæri til að læra gegnum leik. Einnig er félagið þrýstihópur gagnvart borginni ef þörf er á úrbótum á t.d. húsnæði eða leikskólalóð. Foreldrafélagið, í samstarfi við leikskólann, stendur fyrir mörgum skemmtilegum uppákomum svo sem opnu húsi á vorin, sumarhátíð, sveitaferð, jólaballi, leiksýningu og fleiru.

 

Foreldrafélag Suðurborgar 2013-2014

Formaður

Kristín Svavarsdóttir (barn á Huldukoti)

Gjaldkeri

Sólrún Pétursdóttir (barna á Brekkukoti)

Meðstjórnendur

Erna Karlsdóttir (barn á Brekkukoti)

Kristín Ólafsdóttir (barn á Lækjarkoti)

Ragnhildur Sigurðardóttir( barn á Dvergakoti og Hólakoti)

Guðlín Ósk Bragadóttir (barn á Hólakoti)

Hafdís Vala Freysdóttir (barn á Huldukoti)

Tengiliður leikskólans við foreldrafélagið og situr alla fundi er Regína Laufdal Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri á Lækjarkoti. Einnig situr Elínborg Kristín Þorláksdóttir, leikskólastjóri fundi foreldrafélagsins.