Opið hús og menningarmót

Ritað 10.05.2017.

 Á morgun fimmtudaginn 11. maí er opið hús og menningarmót í leikskólanum milli kl. 15.00 og 16.30. Til sýnis verða myndir og annað sem börnina hafa unnið í hópastarfi í vetur.

Menningarmót er hugsað til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima barnanna. Á menningarmóti fá börnin tækifæri til að kynna sína persónulegu menningu og sjá hjá hinum. Börnin koma með einhvern hlut/hluti að heiman,

Verið velkomin og bjóðið systkinum, ömmum, öfum, frænkum og frændum með.

Vonumst til að sjá sem flesta,
Starfsfólk Suðurborgar

sól

Maxímús Músíkús í boði foreldrafélagsins

Ritað 07.04.2017.

Maxímús Músíkús kemur í heimsókn til okkar á mándaginn 10.apríl kl.08:50 í boði foreldrafélagsins.  Börnin fá að kynnast ævintýrum hans, sjá hljóðfæri og spila tónlist.

Maxímús

 

Blár dagur

Ritað 21.03.2017.

Þriðjudaginn 4. april næstkomandi er alþjóðlegur dagur einhverfunnar.

Leikskólinn ætlar að taka þátt í deginum og hvetur alla til að koma í bláu þann dag og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra. Blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan.

Blái dagurinn er liður í hinu árlega vitundar- og styrktarátaki BLÁR APRÍL.

Við vonum að sem flestir taki þátt og mæti í einhverju bláu þennan dag.   

 

blár apríl