Matseðill

Ritað 08.06.2016.

Það er hægt að opna nýji maðtseðilinn okkar hérna hægra meginn á síðunni. Þar er hægt að sjá næringargildi máltíðanna og hverra tegund fyrir sig. Það er best að opna matseðilinn í google chrome.

Margt nýtt er á boðstólnum og það er sérstaklega gaman að sjá krakkana smakka nýjar áleggstegundir og máltíðir. Mikil aukning er á grænmeti og ávöxtum með mat og sem millimál.  

    

 

Listavika

Ritað 07.06.2016.

Vá hvað það var gaman í dag. Fyrstu dagurinn í sumarvalinu.

Viljum minna á pollagalla, stígvél og auka föt.

Það eru komnar inn myndir inn á myndasíðuna okkar.

      

      

Sólarvörn, sumarval í útiveru og sumarhátíð leikskólans

Ritað 03.06.2016.

Nú er sumarið komið :) loksins.....................

Foreldrar vinsamlega berið sólarvörn á börnin ykkar áður en þau koma í leikskólann og við berum á þau eftir hvíldina.
Foreldrafélagið okkar keypti sólarvörn frá Pharmaceris, 30 SPF UVB UVA sem við komum til með að bera á þau.

 

Núna næstu þrjár vikur verðum við með sumarval úti á þriðjudögum og fimmtudögum. Valið byrjar kl:10:00 með upphitun á hól. Svo eru stöðvar um garðinn sem krakkarnir geta leikið sér á. Sumarvalið stendur til kl:11:00. Það er nauðsynlegt að vera með pollagalla og stígvél og AUKAFÖT þar sem við komum til með að taka út brunaslönguna og sulla :)

Vika 1 verður listavika og þá er í boðið að kastalabyggingar, vatnslitir, leikdeig, dans með borðum og litablöndun.
Vika 2 er vatnsvika og þá er í boðið á mála með vatni og penslum, kastalabyggingar, sápukúlur, sullukerið og búleikur.
Vika 3 er hreyfivika en þá er í boði krítaparísar og þrautir, hoppukastalar(þriðjudaginn), þrautir, boltar og húllahringir.

21.júní verður sumarhátíðin okkar og er foreldrafélagið búið að panta hoppukastala og skemmtiatriði fyrir krakkana, foreldrum er boðið til okkar kl:14:00 en þá hefjast tónleikar með Pollapönk. Hlökkum til að sjá ykkur á tónleikunum :) 

Talandi um Foreldrafélagið, þá er um að gera að borga seðilinn sem fyrst þeir sem eru ekki búin að greiða maí seðilinn :)