Sumarhátíð Suðurborgar 28.júní 2017

Ritað 26.06.2017.

Sumarhátíð leikskólans verður haldin miðvikudaginn 28.júní. Sól í auglýsingu

Hoppukastalar og sirkussýning í boði foreldrafélagsins. Foreldrar eru velkomnir kl.13:30. Sirkussýningin byrjar kl.14:00

Að sýningu lokinni býður leikskólinn upp á léttar veitingar. 

Öll börn fá sumargjöf frá foreldrafélaginu.

                                                    Hlökkum til að sjá ykkur

Sumarhátíð Frestað

Ritað 20.06.2017.

Kæru foreldrar

Sumarhátíð leikskólans sem átti að vera á morgun, þann 21. júní, hefur verið frestað vegna veðurs. Stefnt er á að hafa hana eftir viku eða þann 28. júní næstkomandi. Ákvörðunin var tekin í samráði við foreldrafélag leikskólans þar sem þau sjá um öll skemmtiatriði á hátíðinni. Nú er búið að panta sólina fyrir næstu viku og vonumst við til að sjá sem flesta á þeim góða degi.sól

Kær kveðja

Leikskólastjóri.

Sólgleraugnadagur á föstudaginn 16. júní

Ritað 14.06.2017.

Föstudaginn 16.júní er sólgleraugnadagur í leikskólanum.

Hvetjum alla til að koma með sólgleraugu í leikskólann.

 

thumb sól