Skipulagsdagur 13.janúar

Ritað 06.01.2017.

Föstudaginn 13.janúar verður lokað vegna skipulagsdags

 

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Skipulagsdagur

Dité planifikimi

Adlaw para magasikaso sa among mga kipang plano

วันจัดระเบียบแผนงาน

Dzien organizacyjny

Planning day

Leikskólinn verður lokaður

föstudaginn 16. september 2016

vegna skipulagsdags starfsmanna.

Leikskólastjóri

Kirkjuheimsókn

Ritað 06.12.2016.

Föstudaginn 9. desember förum við í heimsókn í Fella- og Hólakirkju og eigum saman notalega stund. Sungin verða jólalög og jólatréð skreytt með kúlum sem börnin hafa búið til. Börnunum er boðið upp á piparkökur og djús í lokin. Þeir foreldrar sem óska eftir því að börnin þeirra fari ekki í kirkju eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi deildarstjóra.

Kær kveðja

Leikskólastjóri

Jólaföndur á morgun kl:15:00

Ritað 30.11.2016.

Fimmtudaginn 1. desember er foreldrum og forráðamönnum boðið að koma og föndra með barninu sínu milli kl. 15.00 og 16.30. hér í leikskólanum.

Vonumst til að sjá sem flesta og eiga góðar stundir saman.

kveðja starfsfólk Suðurborgar