Blár dagur

Ritað 21.03.2017.

Þriðjudaginn 4. april næstkomandi er alþjóðlegur dagur einhverfunnar.

Leikskólinn ætlar að taka þátt í deginum og hvetur alla til að koma í bláu þann dag og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra. Blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan.

Blái dagurinn er liður í hinu árlega vitundar- og styrktarátaki BLÁR APRÍL.

Við vonum að sem flestir taki þátt og mæti í einhverju bláu þennan dag.   

 

blár apríl

 

Lokað vegna skipulagsdags mánudaginn 13. mars

Ritað 10.03.2017.

Skipulagsdagur

Dité planifikimi

Adlaw para magasikaso sa among mga kipang plano

วันจัดระเบียบแผนงาน

Dzien organizacyjny

Planning day

 

Minnum á að leikskólinn er lokaður vegna skipulagsdags starfsmanna mánudaginn 13. mars.

 

Konudagskaffi á mánudaginn 20.febrúar

Ritað 16.02.2017.

Í tilefni konudagsins sunnudaginn 19.febrúar ætlum við að bjóða mæðrum eða staðgenglum þeirra í konudagskaffi mánudaginn 20.febrúar kl. 14:45.

Hlökkum til að taka á móti ykkur.