Útskriftarferð í Ölver

Ritað 16.05.2008.

Nú stendur yfir útskriftarferð elstu barnanna í leikskólanum. Lagt var að stað kl. 9.30 í gær og farið á áfangastað.

 

 

 

Börnin léku sér úti í blíðskaparveðri og áttu góðan dag. Um kvöldið var slegið upp náttfatapartíi þar sem allir skemmtu sér vel. Allir voru sofnaðir kl. 22.00 eftir frábæran dag.

 

Börnin vöknuðu glöð og ánægð í morgun og um kl. 14.00 fara þau á Byggðarsafnið á Görðum, Akranesi.

 

Börnin verða komin um kl.16.00 við leikskólann Suðurborg.

 

Sveitarferð

Ritað 08.05.2008.

Minnum á sveitaferðina á morgun föstudag 9. maí. Við leggjum af stað stundvíslega kl.10:15 og væntanlegur komutími er upp úr kl. 14:30. Það fer eftir veðri.

Við ætlum að grilla saman og eiga góðan dag saman í sveitinni.

Sjáumst í fyrramálið með góða skapið og klædd eftir veðri.

Kveðja starfsfólk Suðurborgar

Opið hús á Suðurborg

Ritað 18.04.2008.

OPIÐ HÚS Á LEIKSKÓLANUM SUÐURBORG

 

 

 

Við bjóðum alla velkomna á opið hús hjá okkur laugardaginn 19. apríl á milli kl. 10.00-12.00.

 

 

Foreldrafélag Suðurborgar verður með kaffisölu á Hólakoti þar sem fullt hlaðborð af kræsingum verður í boði.

 

 

 

Vonumst til að sjá sem flesta

Kveðja

Starfsfólk