Sumarleyfislokun

Ritað 30.01.2008.

Kæru foreldrar/forráðamenn

Við viljum minna ykkur á að skrá sumarleyfisóskir á viðeigandi blöð sem hanga uppi á hverri deild fyrir 1. febrúar. Blöðin verða þá tekin niður og tveggja vikna sumarleyfislokun ákveðin.

Kveðja
Leikskólastjóri
                                 

Koffortið

Ritað 23.01.2008.

 

Koffortið sem er inn í fataklefum deildanna er farandbókasafn á vegum barnadeilda Borgarbókasafnsins í samvinnu við leikskólann. Markmiðið er að vekja athygli foreldra á bókum og gildi bóklesturs með börnum. Við á Suðurborg leggjum mikla áherslu á markvissa málörvun.
 
Lestur fyrir börn
*
 
eflir orðaforða
* eykur orðaforða
* örvar ímyndunaraflið
* vekur forvitni
* eykur lestraráhuga
* er fræðandi
* eykur einbeitingu

Við vonum að foreldrar taki vel á móti koffortinu og nýti það vel. 

Bestu kveðjur, starfsfólk Suðurborgar


Desember

Ritað 13.12.2007.

 

Foreldrar athugið


Á milli jóla og nýárs

Nú er verið að kanna hvort börnin verða í leikskólanum á milli jóla og nýárs og hanga listar uppi á hverri deild. Við viljum óska eftir að foreldrar láti vita ef börnin verða í fríi þá daga til að auðvelda skipulagningu á starfsemi leikskólans.


Matseðlar

Matseðlar verða ekki settir upp í desember vegna þess að starfsemin er breytilega frá degi til dags. Hádegismatur verður skráður upp á töflu á viðkomandi deild daglega.