Kynning á starfi leikskólans í næstu viku

Ritað 18.10.2007.

 

Kynning á leikskólastarfi

 

Miðvikudag og fimmtudag í næstu viku verður kynning á starfinu hér í leikskólanum. Að þessu sinn verður kynningin haldin að morgni til í stað kvöldfundar.  Við ætlum að bjóða foreldrum að koma kl 8.15 og er áætlað að kynningin verði í ca. 45. mínútur.

 

Kynningar verða eins hér segir:

 

Miðvikudaginn 24. október kynning á starfi eldri deilda

Fimmtudaginn 25.október kynning á starfi yngra deilda

 

 

Með þessu vonum við að sjá sem flesta foreldra

 

Leikskólastjóri

Fréttabréf

Ritað 08.10.2007.

Hér getið þið séð Fréttabréf sem kom út í október

pdf frettabref

Heimasíðan komin í loftið

Ritað 20.09.2007.

Loksins loksins er heimasíða Suðurborgar komin í loftið. Við erum búin að setja inn allar þær upplýsingar sem tengjast leikskólanum og því starfi sem þar fer fram. Við vonum að heimasíðan nýtist ykkur vel. Fréttir  verða settar inn reglulega auk þess sem hver deild kemur með upplýsingar og fréttir sem tengjast viðkomandi deild.

Nú er starfið farið af stað á fullum krafti og byrja hópastundir og smiðja í þessari viku. Regína mun halda áfram að sjá um smiðjuna og tekur fyrir tónlist og hreyfingu.

Nokkrir starfsmenn eru að kveðja okkur og nýir koma í staðinn. Núna í haust hætta hjá okkur Hólmfríður af Brekkukoti, Fjóla sem er með skilastöðu og Lilianna sem var í afleysingum. Nýtt starfsfólk er Hólmfríður sem fer á Krílakot, Sara sem verður í afleysingum  og Inga sem er þroskaþjálfi og sér um sérkennslu. Enn hefur ekki verið ráðið í skilastöðu. Undir hverri deild er hægt að sjá starfsmenn hverrar deildar.

Aðalfundur foreldrafélagsins verður á næstum vikum(auglýst síðar) og enn vantar foreldra í félagið. Þeir sem vilja taka þátt í starfi með öðrum foreldra eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við viðkomandi deildarstjóra. Foreldrafélagið vinnu í þágu barnanna í samstarfi við leikskólann.