Starfsmannafundur þriðjudaginn 11. mars kl.17.00

Ritað 07.03.2008.

Þriðjudaginn 11. mars verður starfsmannafundur Suðurborgar. Við viljum minna foreldra á að hann byrjar kl. 17.00. 

Kveðja
Leikskólastjórar

          Smile

Sumarleyfi

Ritað 08.02.2008.

Til foreldra og forráðamanna

Nú hefur komið í ljós að leikskólinn verður lokaður vikurnar 28. júlí til og með 11. ágúst. Hjá leikskólum Reykjavíkur gilda þær reglur að foreldrum ber að taka fjögurra vikna samfellt sumarleyfi fyrir börn sín. Foreldrar hafa fengið bréf heim þar sem þeir erum beðnir um að skrá fjögurra vikna sumarleyfi barna sinna fyrir 15. febrúar næstkomandi.

Kveðja 
Leikskólastjóri

Sumarleyfislokun

Ritað 30.01.2008.

Kæru foreldrar/forráðamenn

Við viljum minna ykkur á að skrá sumarleyfisóskir á viðeigandi blöð sem hanga uppi á hverri deild fyrir 1. febrúar. Blöðin verða þá tekin niður og tveggja vikna sumarleyfislokun ákveðin.

Kveðja
Leikskólastjóri