Sumarfrí/lokun

Ritað 11.07.2008.

 

Við viljum minna foreldra/forráðamenn á að leikskólinn er lokaður frá og með 28. júlí og til og með 11. ágúst. Við opnum aftur þriðjudaginn 12. ágúst. Við óskum börnum og foreldrum góðrar stundar í sumarfríinu og hlökkum til að sjá ykkur aftur.
 
Sumarkveðja
Starfsfólk Suðurborgar

Sumarstarf

Ritað 09.07.2008.

 

Kæru foreldrar/forráðamenn
 
Nú í sumar hefur skipulegt starf færst út og margt skemmtilegt að gerast í garðinum og utan hans. Starfið hefur verið mismunandi í hverri viku og er eins og hér segir:
 
Vikuna 9.-13. júní var vinavika en þá buðu börnin á eldri deildum börnunum á yngri deildunum í göngutúr á leikvöll í hverfinu og áttu þar góðar stundir saman.
 
Vikuna 16.-20. júní var strætóvika en þá fór hver deild fyrir sig í ferð með strætó á staði eins og Árbæjarsafnið, Kjarvalstaði eða á Arnarhól og áttu þar góðar stundir. Börnin fóru í litlum hópum og höfðu með sér nesti.
 
Vikurnar 23. júní – 10. júlí er síðan Sumarfjör með mismunandi þema í hverri viku. Það er vatnsvika, hreyfivika og Listavika. Á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi hittast börn og starfsfólk á hól og byrja á upphitun með söng og hreyfingu. Síðan dreifa börn og starfsfólk sér á mismunandi svæði og leika sér í skemmtilegum verkefnum eftir því hvert þemað er. Vikurnar eru eins og hér segir:
 
Vatnsvika 23.-27. júní
Kastali: Fötur og penslar
Umsjón: Lækjarkot og Brekkukot
Sandkassi: Kastalabyggingar
Umsjón: Hólakot og Dvergakot
Stéttin: Sápukúlur
Umsjón: Huldukot og Krílakot
Fyrir framan Hólakot: Sullukerið
Umsjón: Brekkukot og Hólakot
Stéttin við Hólakot: Búleikur
Umsjón: Lækjarkot og Álfakot.
 
 
Hreyfivika 30. júní-4.júlí
 
Stétttina v/Hólakoti: Kríta parísa og þrautir
Umsjón: Brekkukot og Hólakot
Fótboltavöllurinn: Fótbolti
Umsjón: Hólakot og Brekkukot
Mölin: Boltar og húllahringir
Umsjón: Álfakot og Lækjarkot
Stéttin: Sippubönd og snú snú
Umsjón: Huldukot og Krílakot
Hólakotshóll: Hreyfileikir
Umsjón: Lækjarkot og Dvergakot
 
Listavika7.-10.júlí
                               Stéttin v/Hólakot: Mála steina
Umsjón: Dvergakot og Brekkukot
 
Sandkassi: Kastalabyggingar
Umsjón: Álfakot og Brekkukot
 
Mölin og stéttin: Vatnslitir
Umsjón: Hólakot og Lækjarkot
 
Stéttin: Leikdeig
Umsjón: Hólakot og Krílakot
 
Hólakotshóll: Myndastyttuleikir með tónlist
Og stoppdans
Umsjón: Huldukot og Lækjarkot

Sumarhátið

Ritað 01.06.2008.

 

Á morgun þriðjudaginn 3. júní verður hin árlega sumarhátíð leikskólanna þriggja Suðurborg, Hólaborg og Hraunborg. Hún hefst með skrúðgöngu frá Bókasafninu í Gerðubergi og endar í garðinum á Hólaborg þar sem brúðubíllinn tekur á móti okkur. Eftir sýninguna fara börn, starfsfólk og foreldrar í sinn leikskóla þar sem veitingar verða í boði.

 

Við hvetjum foreldra til að taka þátt í sumarhátíðinni með okkur.

 

                                                Sumarkveðja

starfsfólk Suðurborgar