Jólaföndur með foreldrum

Ritað 24.11.2008.

Við ætlum að bjóða foreldrum að koma og föndra með okkur hér á leikskólanum miðvikudaginn 26. nóvember. Jólaföndrið byrjar kl 15. 30 á hverri deild fyrir sig.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Börn og starfsfólk Suðurborgar

Dagskrá í desember

Ritað 24.11.2008.

Dagskrá í desember 2008

2 .des Skólahópur í Árbæjarsafn kl. 11:00

 

7. des Jólaball Foreldrafélagsins í Hólabrekkuskóla.
    Nánar auglýst síðar.

9. des Jólaleikrit kl. 14:00 (ef við fáum sal)

12. des Jólahúfudagur

12. des Aðventuheimsókn í Fella og Hólakirkju kl. 10:00

17. des Aðventukaffi með foreldrum kl. 15:00

 

 

Við látum vita ef dagskrá breytist,

kveðja starfsfólk.

 

Viðgerðir á Hólakoti

Ritað 17.11.2008.

Kæru foreldrar/forráðamenn

Vegna viðgerða á Hólakoti næstu vikur mun starf deildarinnar flytjast tímabundið í sal leikskólans.

Vegna rakaskemmda á húsinu er nauðsynlegt að viðgerð geti hafist sem fyrst og því ekki hægt að bíða fram að sumarlokun.

Leikskólastjóri.