Aðalfundur Foreldrafélagsins

Ritað 01.10.2008.

Það var gaman að sjá hvað margir komu á Aðalfundinn okkar en auðvitað hefðum við viljað að sjá miklu fleiri. Margrét Birna kynnti fyrir okkur PBS og var það mjög fróðlegt. Suðurborg er fyrsti leikskólinn sem tekur upp PBS.

PBS er þróunarverkefni og er stuðningur við jákvæða hegðun. Á fundinum var rætt um nokkrar breytingar á lögum foreldrafélagsins og voru þær samþykktar.

 

Tillaga um hækkun félagsgjalda ú 1900 kr í 2400 kr var samþykkt.

Kostning stjórnar. Regína, Inga Rós og Bryndís halda áfram í stjórn. Við fengum nýja foreldra í stjórn og var það ánægjulegt að fá þá með okkur í stjórn. Nýir foreldrar eru Lilja fyrir Lækjar- og Huldukot, Sigrún fyrir Hólakot, Aðalheiður fyrir Dverga- og Hólakot og Svava fyrir Dvergakot.

 

Í lokin fengu foreldrar kynningu á Comeniusverkefninu sem er Evrópusamstarfsverkefni sem lýkur í júní 2009.

 

Í lokin gæddu foreldrar sér á grænmeti og ávöxtum sem voru í boði.

 

Takk fyrir góða kvöldstund. Kveðja Foreldrafélagið

Lokað vegna skipulagsdags

Ritað 08.09.2008.

Leikskólinn verður lokaður vegna skipulagsdags föstudaginn 19. september.

Sumarfrí/lokun

Ritað 11.07.2008.

 

Við viljum minna foreldra/forráðamenn á að leikskólinn er lokaður frá og með 28. júlí og til og með 11. ágúst. Við opnum aftur þriðjudaginn 12. ágúst. Við óskum börnum og foreldrum góðrar stundar í sumarfríinu og hlökkum til að sjá ykkur aftur.
 
Sumarkveðja
Starfsfólk Suðurborgar