Koffortið

Ritað 23.01.2008.

 

Koffortið sem er inn í fataklefum deildanna er farandbókasafn á vegum barnadeilda Borgarbókasafnsins í samvinnu við leikskólann. Markmiðið er að vekja athygli foreldra á bókum og gildi bóklesturs með börnum. Við á Suðurborg leggjum mikla áherslu á markvissa málörvun.
 
Lestur fyrir börn
*
 
eflir orðaforða
* eykur orðaforða
* örvar ímyndunaraflið
* vekur forvitni
* eykur lestraráhuga
* er fræðandi
* eykur einbeitingu

Við vonum að foreldrar taki vel á móti koffortinu og nýti það vel. 

Bestu kveðjur, starfsfólk Suðurborgar


Desember

Ritað 13.12.2007.

 

Foreldrar athugið


Á milli jóla og nýárs

Nú er verið að kanna hvort börnin verða í leikskólanum á milli jóla og nýárs og hanga listar uppi á hverri deild. Við viljum óska eftir að foreldrar láti vita ef börnin verða í fríi þá daga til að auðvelda skipulagningu á starfsemi leikskólans.


Matseðlar

Matseðlar verða ekki settir upp í desember vegna þess að starfsemin er breytilega frá degi til dags. Hádegismatur verður skráður upp á töflu á viðkomandi deild daglega.

Jólafréttír

Ritað 21.11.2007.

 

Jólafréttir desember 2007

 

Kæru foreldrar/forráðamenn

Nú fer að íða að jólum og margt að gerast í jólaundirbúningi heimilanna. Því höfum við hér í leikskólanum ákveðið að hafa desembermánuð tíma ró o friðar og njóta þess sem fylgir jólamánuðinum. Við munum fræða börnin um tilkomu jólanna, fæðingu frelsarans og af hverju jólin eru haldin í kristnu samfélagi. Öll fræðsla fer að sjálfsögðu eftir þroska og aldri barnanna. Jólasöngvar verða sungnir allan desember.

 

Í dagatali heimasíðunnar er að finna ýmsa viðburði sem tengjast jólunum og undirbúningi þeirra. Þar er nánari upplýsingar um hvern viðburð fyrir sig en viðburðir verða eins og hér segir:


 

28. nóvember               Foreldrum boðið í jólaföndur

3. desember                 Jólasýning í sal - Jólin hennar Jóru

6. desember                 Ferð í Heiðmörk (2003 árgangur) að ná í jólatré

9. desember                 Jólaball á vegum foreldrafélagsins í Hólabrekkuskóla

12. desember               Litlu jólin í leikskólanum og aðventukaffi fyrir foreldra

13. desember               Jólaferð elstu barna í Árbæjarsafn

14. desember               Kirkjuferð í Fella- og Hólakirkju


 

Ágætu foreldrar okkur langar að biðja ykkur að vera samtaka leikskólanum að halda þeirra hefð að fyrsti jólasveininn, hann Stekkjastaur kemur ekki í bæinn fyrr en aðfaranótt 12. desember. Það veldur oft leiðindum ef sum börn fá fyrr í skóinn en önnur. Auk þess er sagan um jólasveinana þrettán íslensk þjóðsaga.