Sveitarferð

Ritað 08.05.2008.

Minnum á sveitaferðina á morgun föstudag 9. maí. Við leggjum af stað stundvíslega kl.10:15 og væntanlegur komutími er upp úr kl. 14:30. Það fer eftir veðri.

Við ætlum að grilla saman og eiga góðan dag saman í sveitinni.

Sjáumst í fyrramálið með góða skapið og klædd eftir veðri.

Kveðja starfsfólk Suðurborgar

Opið hús á Suðurborg

Ritað 18.04.2008.

OPIÐ HÚS Á LEIKSKÓLANUM SUÐURBORG

 

 

 

Við bjóðum alla velkomna á opið hús hjá okkur laugardaginn 19. apríl á milli kl. 10.00-12.00.

 

 

Foreldrafélag Suðurborgar verður með kaffisölu á Hólakoti þar sem fullt hlaðborð af kræsingum verður í boði.

 

 

 

Vonumst til að sjá sem flesta

Kveðja

Starfsfólk

 

Fréttabréf -apríl 2008

Ritað 03.04.2008.

Kæru foreldrar/forráðamenn

Starfið í leikskólanum gengur vel og margt skemmtilegt að gerast. Á næstu vikum verður margt áhugavert á dagskrá og munum við segja frá því hér á eftir.

Comeníus

Eftir áramót höfum við verið að vinna í Comeníusarverkefninu Traditions and tales traveling for Europe eða Hefðir og ævintýri ferðast um Evrópu. Við höfum unnið með ævintýri frá leikskólanum Trinidad Ruiz sem er okkar vinaskóli og er hann á Spáni. Ævintýrið heitir “Garbancito” eða litla kjúklingabaunin. Ævintýrið fjallar um lítinn dreng sem er jafnstór kjúklingabaun og ferðlag hans í búðina til að kaupa Saffran. Einnig höfum við verið að fræðast um störf slökkviliðsmanna, húsdýr og ýmsa matargerð frá Portúgal, Spáni, Noregi og Íslandi. Framundan er svo margt spennandi í verkefninu.