Lokað vegna sumarleyfa

Ritað 24.02.2009.

 

Kæru foreldrar
 
Leikskólinn verður lokaður í fjórar vikur í sumar og hefur verið ákveðið í samráði við starfsfólk og foreldraráð að loka þann 13 júlí og opna aftur þriðjudaginn 11. ágúst.
 
Kveðja Leikskólastjóri

Myndataka

Ritað 23.02.2009.

Á morgun 24. febrúar kemur ljósmyndari í hús til að taka hópmyndir og einstaklingsmyndir af börnunum.

Það er því mjög áríðandi að öll börn séu kominn í síðasti lagi kl. 9.00.

Dagur leikskólans

Ritað 05.02.2009.

 

Á morgun föstudaginn 6. Janúar er dagur leikskólans og ætlum við í tilefni þess að gera okkur glaðan dag. Við byrjum daginn á heitu kakói og rúnstykkjum. Seinna um morguninn verður síðan skemmtun í sal þar sem börnin syngja og dansa saman.