Sveitaferð miðvikudaginn 20, maí

Ritað 18.05.2009.

Á miðvikdag verður árlega sveitaferðin okkar. Farið verður frá leikskólanum kl. 9:15. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir. Verð fyrir foreldra er 1100 kr.

Vinsamlega merkið við börnin ykkar á deildunum.

kveðja, starfsfólkalt

Fréttabréf vor 2009

Ritað 06.05.2009.

Fréttabréf vor 2009

Fréttir

Í mars kom til starfa hjá okkur maður að nafni Martin Jörgensen. Hann er kokkur og ætlar sjá um matseldina hjá okkur. Hann tekur við starfinu af Judith Christiansen en hún hefur verið hjá okkur í mörg ár og munum  við sakna hennar mikið.

 

Í júní líkur tveggja ára samstarfi okkar við leikskólana á Spáni, Portúgal og í Noregi. Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni þar sem hefðir og ævintýri hafa ferðast um Evrópu. Við erum búin að kynnast mörgum og skemmtilegum ævintýrum og ýmsum hefðum frá löndunum þremur. Sýning á verkum úr samstarfinu var á opnu húsi þann 30. apríl kl. 15.00-16.30

 

Atburðir í maí og júní

7. maí             Fundur með foreldrum elstu barna vegna útskriftarferðar kl.16.30-17.00

11.maí                        Fáum heimsókn frá nokkrum hestum og eigendum þeirra í boði    foreldrafélagsins. Áætlað er að hestarnir komi kl. 9.00

14-15. maí      Útskriftarferð elstu barna í leikskólanum

19. maí           Útskriftarveisla elstu barna. Foreldrum boðið frá kl.17.00-19.00

20. maí           Sveitaferð á vegum foreldrafélagsins sem verður á milli kl.10.00 og 14.00. nánar auglýst síðar.

25. maí           Umferðaskóli fyrir börn fædd 2003 og 2004 í leikskólanum kl.14.30

4. júní              Sumarhátíð leikskólanna þriggja í hverfinu. Hólaborg, Hraunborg og Suðurborg sem hefst með skrúðgöngu kl.13.30 frá Gerðubergi.

 

Sumarlokun

Leikskólinn verður lokaður í fjórar vikur í sumar á tímabilinu 13. Júlí til og með 10. ágúst. Við hvetjum foreldra að láta viðkomandi deildarstjóra vita ef börnin verða í lengra fríi.

Sumarkveðja frá starfsfólki Suðurborgar

 

Opna húsið

Ritað 28.04.2009.

Opið hús verður fimmtudaginn 30. apríl milli kl. 15:00 og 16:30.

Til sýnis verða myndir og annað sem börnin hafa unnið í hópastarfi í vetur. Verið velkominn og bjóðið ömmum, öfum, frænkum og frændum með.

Vonumst til að sjá sem flesta, starfsfólk Suðurborgar. alt