Myndataka

Ritað 23.02.2009.

Á morgun 24. febrúar kemur ljósmyndari í hús til að taka hópmyndir og einstaklingsmyndir af börnunum.

Það er því mjög áríðandi að öll börn séu kominn í síðasti lagi kl. 9.00.

Dagur leikskólans

Ritað 05.02.2009.

 

Á morgun föstudaginn 6. Janúar er dagur leikskólans og ætlum við í tilefni þess að gera okkur glaðan dag. Við byrjum daginn á heitu kakói og rúnstykkjum. Seinna um morguninn verður síðan skemmtun í sal þar sem börnin syngja og dansa saman.  

Þorrablót í leikskólanum

Ritað 30.01.2009.

Á þriðjudaginn næsta 3. febrúar verður Þorrablót hjá okkur í leikskólanum. Við borðum hefðbundinn þorramat ásamt því að fá fræðslu um þorramat. Við hvetjum öll börn til að mæta í e-h þjóðlegu s.s. ullarpeysu eða ullarsokkum.

Bestu kveðjur, starfsfólk