Opna húsið

Ritað 28.04.2009.

Opið hús verður fimmtudaginn 30. apríl milli kl. 15:00 og 16:30.

Til sýnis verða myndir og annað sem börnin hafa unnið í hópastarfi í vetur. Verið velkominn og bjóðið ömmum, öfum, frænkum og frændum með.

Vonumst til að sjá sem flesta, starfsfólk Suðurborgar. alt

Ítrekun frá foreldrafélaginu

Ritað 22.04.2009.

Foreldrafélagið, í samstarfi við leikskólann, stendur fyrir mörgum skemmtilegum uppákomum fyrir börnin svo sem sveitaferð, jólaball, leiksýningar, hoppukastala, hestateyming, útskriftarferð og margt fleira. Nú hefur foreldrafélagið sent foreldrum barna sem ekki hafa greitt fyrir haust- og vorönn ítrekun.

Við viljum biðja foreldra að greiða sem því annars þurfa foreldrar að greiða fyrir hverja uppákomu.

Opnun myndlistasýningar í Hólagarði 21. apríl kl. 10:00

Ritað 20.04.2009.

Sameiginleg myndlistarsýning leikskólabarna í Suðurborg, Hraunborg og Hólaborg, verður sett í Hólagarði þriðjudaginn 21. apríl kl. 10:00. Elstu börn leikskólanna syngja við setninguna. Allir velkomnir að koma við í Hólagarði og skoða sýninguna.