Blár dagur föstudaginn 6. apríl

Ritað 4. Apríl 2018.

Föstudaginn 6. apríl verður Blái dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn. Dagurinn er hluti af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem miðar að því að fræða og upplýsa almenning um einhverfu og auka þannig skilning, viðkenningu og samþykki á því sem er "út fyrir normið" því öll erum við einstök á okkar hátt.

Við í leikskólanum hvetjum börn og foreldra til að klæðast bláum fötum á Bláa deginum og vekja þannig athygli á góðum málstað.

blár apríl